Ljárdalur HT20 PRO – NÝ 2 TONNA GRAFA FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
HT20 Pro er einstaklega öflug og stöðug grafa í 2 tonna flokknum.
Með breikkanlegum undirvagni heldur hún frábærum stöðugleika, jafnvel þegar unnið er með þyngdir til hliðar við vélina.
Þetta gerir hana fullkomna fyrir verktaka, bændur og alla sem þurfa á áreiðanlegri vinnuvél að halda í fjölbreytt verkefni.
Hjarta vélarinnar er Kubota D902 – þriggja strokka, vökvakæld dísilvél sem skilar 20,4 hestöflum við 3600 snúninga.
Kubota-vélin er þekkt fyrir afköst, sparneytni og ótrúlegan endingartíma – vél sem einfaldlega klikkar ekki.
HT20 Pro býður upp á opnanlega framrúðu, pedala fyrir akstur og stjórnun glussakerfis bómu, og hita í lokuðu húsi sem tryggir þægindi og góða vinnuaðstöðu allt árið.
Þessi vél er smíðuð með notandann í huga – öflug, fjölhæf og tilbúin í allt frá nákvæmri garðvinnu til þyngri jarðvinnuverkefna.
Helstu upplýsingar:
- Þyngd: 2000 kg
- Vél: Kubota D902 – 3 strokka, vökvakæld dísilvél
- Afl: 20,4 hö / 3600 snúningar
- Eldsneyti: Dísil
- Búnaður: Sveigjanleg bóma, breikkanlegur undirvagn, mechanískt hraðtengi, 40 cm skófla, glussastýrður þumall, hiti í húsi























