Skilmálar og ábyrgðir

Höfundarréttur og skilmálar

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann. Ljárdalur ehf. kt. 480923-0810  VSK
númer IS150283 .Ljárdalur 162 Reykjavík.Arnar@ljardalur.is. s 849-3480
Ljárdalur ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð
upplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Notkun á vef Ljárdals ehf
Ljárdalur ásamt birgjum fyrirtækisins áskilja sér rétt til að breyta vöruframboði
án fyrirvara, breyta verði án fyrirvara og breyta búnaði án fyrirvara.
Upplýsingarnar á vefsvæðinu eru ekki tæmandi og koma aldrei í stað þeirra
upplýsinga sem þjónustuaðili veitir.

Ábyrgð
Allar upplýsingar hér á vef Ljárdals eru birtar eftir bestu vitund. Ljárdalur tekur
ekki ábyrgð á fjárhagslegu eða ófjárhagslegu tjóni af neinu tagi sem notandi eða
aðrir kunna að verða fyrir vegna notkunar á vefsvæðinu eða sökum
innsláttarvillna, rangra mynda eða mistaka í uppsetningu.

Höfundaréttur
Ljárdalur á höfundarréttinn á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á
þessum vef, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls.
Skriflegt samþykki Ljárdals þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á
vef Ljárdals, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær
upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða
dreifa þeim.

Afhending vöru
Allar vélar eru afhentar á höfuðborgarsvæðinu.
Vélar sem þurfa skráningu eru skráðar og skoðaðar af Vinnueftirliti ríkisins fyrir
afhendingu. Ljárdalur getur séð um heimsendingu á landsbyggðinni á vélum allt
að 5500kg endilega hafið samband við þjónustuaðila með frekari upplýsingar.

Vöruskil
Vöruskil eru almennt ekki í boði nema lög kveði á um annað. Veittur er 14 daga
skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með
fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð,
í
fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er
skilað.
Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við
upprunalegt verð hennar. Einungis eru veittar inneignanótur hjá Ljárdal ehf við
vöruskil.

Verð á vöru og sendingakostnaður. 
Auglýst verð á heimasíðu eru án VSK. Sendingarkostnaður er alltaf greiddur af
viðskiptavini.

Gölluð vara. 
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan
sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru
leiti vísast til laga um
neytendakaup nr.48/2003 og laga um neytendasamninga.

Trúnaður (öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar
upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða
ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Forpantanir
Ljárdalur gefur upp afhentingar dagsetningar byggðar á þeim upplýsingum sem fást á tíma hverjum.
Ljárdalur ehf er ekki ábyrgt fyrir töfum á sendingum frá verksmiðju.

Staðfestingar greiðslur
Staðfestingar greiðslur eru ekki endurgreiddar og við greiðslu eru þær teknar sem bindandi samningur til kaupa á vörunni.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna
hans skal það rekið fyrir
Héraðsdómi Reykjaness.