Algengar spurningar
Ef þú finnur ekki svarið við þinni spurningu hér er þér velkomið að hafa samband í síma 5-666-381 eða á arnar@ljardalur.is
Við erum uppá Kjalarnesi og eins og stendur erum við ekki með auglýstann opnunar tíma þannig það þarf að hringja í okkur í síma 5-666-381 og panta tíma fyrir skoðun.
Vélarnar koma frá einum af stærstu framleiðendum á smá gröfum í Kína.
Fyrir utan kostnaðinn við að kaupa hana er lítill fastur kostnaður á ársgrundvelli, sem felur helst í sér eldsneytis kostnað og kaup á kopparfeiti.
Vinnuvélar eru ekki með lögbundnar tryggingar, þannig að það er undir hverjum og einum komið að tryggja sína vél. Flestir kjósa að gera það ekki ef um hobbývél er að ræða, eins og ef hún er aðeins notuð í sumarbústaðnum eða í sveitinni. Hins vegar er gott að hafa tryggingu gagnvart þriðja aðila ef maður skemmir lagnir eða rekst á bíl. Þetta er einkum fyrir þá sem ætla að vinna á vélunum sínum.
Já, allar vélarnar okkar koma með skráningu frá Vinnueftirlitinu, og nýjar vélar koma með tveggja ára skoðun. Hver og einn sér um að hringja í Vinnueftirlitið til að panta skoðun á gröfuna þegar sá tími kemur. Vinnueftirlitið mætir á staðinn og því er ekki nauðsynlegt að fara með gröfuna neitt; engin sekt kemur ef vél fer yfir skoðun.
Við eigum alla helstu varahluti á lager. Það er mjög mikilvægt að kanna þetta vel áður en gröfur eru keyptar hjá söluaðilum, þar sem mörg kínversk fyrirtæki breyta framleiðendum á pörtum frekar ört, sem getur gert það erfitt að fá varahluti. Við tryggjum að við höfum allt til á lager, sem styttir einnig viðgerðar tímann.
Við eigum allar síur á lager. Sjá hér: https://ljardalur.is/product-category/siur/
Ábyrgðin okkar er 1 ár fyrir fyrirtæki og 2 ár fyrir einstaklinga. Sjá meira um ábyrgðarskilmálana hér: ljardalur.is/skilmalar/
Við erum í nánu samstarfi við B.Þ.S Vélaviðgerðir, sem eru með verkstæði á Esjumelum. Þeir hafa einnig viðgerðarbíl sem getur mætt á staðinn til að sinna viðgerðum og viðhaldi. www.birnir.is
Þú getur haft samband beint við þjónustu aðila okkar til að fá hjálp við viðhald eða viðgerð. www.birnir.is
Flest fjármögnunarfyrirtæki lána fyrir tækjunum okkar. Sjá meira
Við eigum bæði til kerru sem við lánum endurgjaldslaust til viðskipta vina okkar. Einnig getum við gert tilboð í flutning hvert á land sem er.
Ef grafa er til á lager er yfirleitt hægt að afhenda samdægurs. Í sérpöntun gefum við okkur 4-5 mánuði.
Já, öllum viðskipta vinum stendur það til boða að koma og prófa vélarnar áður en kaupin eru gerð.
Öll tæki sem ganga fyrir dísel og eru ekki að nota vegkerfið á Íslandi mega nota svo kallaða litaða díselolíu, sem er um 100 kr ódýrari á líterinn. Til að kaupa litaða olíu þarf að hafa samband við sína bensínstöð og fara í reikningsviðskipti með olíulykli. Þá getur maður haft opið fyrir litaða olíu. Síðan er bara mætt með brúsa á næstu stöð sem býður upp á litaða olíu og fyllt á þar.
Við gerum það yfirleitt ekki nema þegar viðskiptavinir frá okkur vilja uppfæra í stærri vélar, þá er það skoðað hverju sinni.
Til eru margar stærðir af gröfum með mismunandi vélum og útbúnaði. Best er að hafa samband við okkur beint, og við hjálpum þér að velja gröfu sem hentar þínum þörfum.