Skilmálar uppboðs.

Tilboð.
Öll tilboð eru bindandi fyrir tilboðsgjafa. Hæsta tilboð er sýnilegt. Tilboðsgjafi verður því að gera hærra tilboð en sýnt er. Ef annar tilboðsgjafi gerir hærra tilboð í umræddan uppboðsmun, getur tilboðsgjafi gert nýtt og hærra tilboð.

Tilboð skulu miða við staðgreiðslu. Virðisaukaskattur er innifalinn í tilboðsverði nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Náist lágmarksverð ekki tekur seljandi ákvörðun um hvort hann selur á hæsta tilboðsverði. Tilboðsgjafi er skuldbundinn við tilboð sitt þrátt fyrir að lágmarksverði sé ekki náð nema seljandi hafni tilboðinu. Þannig er áskilinn réttur til að hafna tilboðum nái þau ekki lágmarksverði.

Misnotkun á vef Ljárdals ehf.
Verði notandi/tilboðsgjafi uppvís að því að misnota vefinn, m.a. með því að standa ekki við tilboð sem hann hefur gert í ökutæki eða annan uppboðsmun, þá hefur Ljárdalur ehf. heimild til þess að útiloka hann frá frekari notkun uppboðsvefsins.

Standi tilboðsgjafi ekki við tilboð sitt getur seljandi samt sem áður krafið hann um efndir kaupsamningsins eða leitað vanefndaúrræða s.s. krafist skaðabóta vegna þess tjóns sem það kann að hafa valdið honum, auk þess sem Krókur ehf. getur gert tilboðsgjafa að greiða þann kostnað sem sannanlega hefur fallið til vegna vanefnda tilboðsgjafa.

Tilboði tilboðsgjafa tekið. Greiðsla kaupverðs. Móttaka uppboðsmunar.
Haft verður samband við hæstbjóðanda þann 1. október eftir að uppboði lýkur og  upplýst um hvernig hann á að ganga frá kaupunum.

Hafi tilboðsgjafi/kaupandi ekki staðfest kaupin með greiðslu, og sent staðfestingu því til sönnunar til Ljárdals ehf., innan umsamins tíma frá ofangreindri tilkynningu er Ljárdal ehf. heimilt að bjóða öðrum tilboðsgjöfum að ganga inn í tilboð tilboðsgjafa. Tilboðsgjafi er bundinn við kauptilboð sitt þar til annar tilboðsgjafi hefur staðfest að hann vilji ganga inn í tilboð tilboðsgjafa.

Sending uppboðsmuna.
Eftir að gengið hefur verið frá greiðslu fyrir ökutæki eða aðra uppboðsmuni og nauðsynleg skjöl undirrituð geta kaupendur fengið ökutæki eða muni senda á sinn kostnað.

Fyrirvari.
Allar upplýsingar á uppboðsvef Ljárdals ehf. eru með fyrirvara og engin ábyrgð er tekin á mistökum sem kunna að verða vegna þess að þær reynast ekki réttar eða ef upp koma villur í tölvukerfinu. Ljárdalur ehf. áskilur sér rétt til breytinga á skilmálum þessum.

Shopping Cart